Saumaðu þitt eigið frelsi

Það er eitthvað alveg sérstakt við það að kunna að sauma.
Að geta lagað uppáhaldsflíkina, breytt gamla jakkanum í eitthvað nýtt eða skapað sitt eigið – alveg eftir eigin höfði. Þannig stuðlar þú að minni sóun, meiri sköpun og meiri ánægju af fataskápnum okkar.

Hér finnur þú námskeið sem hjálpa þér að taka saumaskapinn og fatabreytingar upp á næsta stig, hvort sem þú vilt bæta við þig tæknikunnáttu á saumavélina eða taka fataskápinn í gegn og byggja þér einstaka, sjálfbæran fatastíl með fatabreytingum
Þú ræður hraðanum, mætir í tíma á Zoom og hvert verkefni færir þig nær sjálfstæði og sjálfbærni í saumaskapnum.

Finndu námskeiðið sem kveikir í þér – og byrjaðu að skapa, breyta og bjarga flíkunum þínum í dag.

Síðan er í byggingu og smám saman bætist í safnið.

Hæhæ, ég heiti Sigga

og ég hef verið þar sem þú ert!

Hver er ég? Ég heiti Sigríður Tryggvadóttir og er alltaf kölluð Sigga. Ég á og rek Saumaheimur Siggu, er með yfir 20 ára reynslu í saumaskap og hef síðustu ár sérhæft mig í endurnýtingu á textíl. Ég held námskeið í saumaskap og fatabreytingum og veiti stuðning og ráðgjöf þeim sem vilja finna fjársjóðinn í fataskápnum og byggja sér upp sjálfbærari fatastíl.

Copyright 2025, HandS slf.

Saumaheimur Siggu