Námskeið

Það er eitthvað alveg sérstakt við það að kunna að sauma.
Að sitja við saumavélina, finna rónna sem fylgir því að skapa með eigin höndum – og sjá hugmyndirnar taka á sig mynd.

Saumaskapurinn er meira en bara handverk.
Hann er leið til að
slaka á, finna sjálfa sig og skapa rými fyrir gleði og hugarró.
Þegar þú lærir grunninn, öðlastu líka sjálfstæði; þú getur lagað, breytt og skapað – alveg eftir þínu höfði.

Þú þarft ekki að bíða eftir fullkomnu flíkinni… þú getur búið hana til sjálf.

Hér finnur þú námskeið og samfélag sem styður þig á þínum eigin hraða – hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu spor í saumaskap, viljir efla þig og prófa meira krefjandi verkefni, eða langar að tengjast öðrum konum sem deila sama áhuga og eldmóði.

Saman myndum við hlýtt og skapandi samfélag þar sem við lærum, hlæjum og vöxum – eitt spor í einu.

Ert þú tilbúin? Með kjarkinn til að klippa og hugrekkið til að vera einstök?

Viltu vinna með mér?

Eitt spor í einu

Námskeið fyrir þig sem ert að taka þín fyrstu skref í saumaskap

- eða vilt rifja upp grunnatriðin í saumaskap og fatabreytingum

Með mínu sniði

Námskeið fyrir þig sem hefur náð tökum á grunninum og vilt taka saumaskap og fatabreytingar upp á næsta stig

Skapað úr Skápnum

Saumaklúbbur með áskriftarfyrirkomulagi;

Lokað samfélag fyrir konur sem vilja sauma, skapa og stækka sjálfstraustið – eitt spor í einu

Ánægðir þátttakendur

Fólk virðist vera mjög ánægt eftir að hafa unnið með mér

„Sigga kennir og sýnir hvað við getum gert miklu meira sjálf með fötin okkar. Ég sé nú flíkur í nýju ljósi – það sem var áður ónotað er orðið uppáhalds!“

Sandra Dögg

"Sigga er kennari sem kann fullt af tæknilegum atríðum í saumaskap, en hún er að leyfa okkur að þróa í sköpun og láta okkur prufa sjálf hluti til að sjá hvert það tekur okkur. Hún er gjafmild kona sem er æðislegt að hafa í heiminum og lífinu."

Sigurlína Séverine Pech

Komdu á póstlistann

Skráðu þig á póstlistann og vertu fyrst til að fá fréttir að námskeiðum, saumaskap, endurnýtingu og áhugaverðu fólki um allan heim

- þú færð gjöf í kaupbæti

Copyrights 2025 | Saumaheimur Siggu™ Litlavör 23, 200 Kópavogur | Friðhelgisstefna- Endurgreiðslu-og skilastefna