Um mig

Ég hjálpa konum að byrja í saumaskap – með hugrekki og sköpunargleði umbreytum við fatnaði og öðrum textíl í sjálfbærar, einstakar flíkur!

Konur vilja skapa sinn eigin stíl - á sinn hátt

Hver er stærsta áskorunin sem konur, sem vilja nýta fötin sín og textílinn betur, standa frammi fyrir í dag?

Það er ekki endilega saumavélin eða efnið – heldur þessi innri rödd sem stundum hvíslar:

„þetta er of flókið, ég klúðra þessu bara.“
En sannleikurinn er sá að þú ræður sjálf bæði hraðanum og flækjustiginu. Með réttri leiðsögn verður saumaskapurinn einfaldur, skapandi og ótrúlega gefandi.

Það er einmitt það sem Saumaheimur Siggu snýst um – að hjálpa þér að byggja sjálfstraust, læra grunninn og uppgötva gleðina við að skapa þitt eigið.

Ég trúi á hugrekki, gleði og lærdóm – og að við verðum að byrja einhvers staðar.

Mistök eru bara partur af ferðalaginu í átt að skapa það sem okkur dreymir um.

Þetta er ekki nærri því eins óyfirstíganlegt og það hljómar.

Ég lofa.

Ég heiti Sigríður Tryggvadóttir og er alltaf kölluð Sigga. Ég á og rek Saumaheimur Siggu, ég er saumakona og hef saumað síðan ég man eftir mér. Ég hef alltaf verið sjálf mikið fyrir að breyta eigin fötum, en síðustu misserin hef ég sérhæft mig í endurnýtingu gamalla efna því mér blöskrar offramleiðslan á textíl og fatnaði - að ég tali ekki um aðbúnað þeirra sem sauma hraðtískufatnaðinn.

Svo er bara eitthvað með þessa tilfinningu sem fylgir því að taka áður elskaða flík

- og gera eitthvað nýtt og einstakt úr henni.

Árið 2022 byrjaði ég með námskeið í fatabreytingum og ég hreinlega elska að sýna fólki hversu einfalt það getur verið að taka lítið notaða flík og breyta henni í uppáhalds flíkina.

Ég trúi því að þegar við sinnum fötunum okkar, saumum, bætum og breytum, verðum við meðvitaðri um tímann og vinnuna sem fer í að setja saman flík – og breytum þar með eigin kauphegðun og þeirra í kringum okkur.

Ummæli þátttakenda

Þetta hafa þær haft um mig og námskeiðin mín að segja

„Frábært námskeið sem breytti alveg viðhorfi mínu til fatanýtingar og fatabreytinga. Ég lærði heilmikið tæknilegt en ekki síður að hugsa út nýja möguleika á að nýta notuð föt og búa til nýtt sem nýtist á ýmsa vegu.“

Sigríður Ágústsdóttir

„Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast þegar ég skráði mig, en þetta fór langt fram úr öllum væntingum. Léttleiki og góður andi í hópnum, frábær kennari og fullt af nýjum hugmyndum.“

Kristín Magnadóttir

„Ég mæli 100% með! Allir læra eitthvað nýtt, bæði reyndir og óreyndir saumarar. Ég er orðin öruggari og minna hrædd við að ráðast í breytingar á flíkum. Sigga brennur fyrir málefninu og er alltaf svo glaðleg og hvetjandi.“

Anna Sólveig Árnadóttir

Copyrights 2025 | Saumaheimur Siggu™ Litlavör 23, 200 Kópavogur | Friðhelgisstefna- Endurgreiðslu-og skilastefna