Saumaheimur Siggu

Þar sem ferðalagið til sjálfbærni í fatastíl hefst

– og þú uppgötvar fjársjóðinn í fataskápnum

Öll sem skrá sig á póstlista fá gjöf, skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig þú saumar þér tösku úr gallabuxum

Ég heiti Sigríður, nánast alltaf kölluð Sigga!

Ég hjálpa konum sem vilja endurnýta föt en vita ekki hvar þær eiga að byrja, að öðlast sjálfstraust og færni í saumaskap svo þær geti búið til einstakar flíkur með persónulegu ívafi og minnkað sóun.

Velkomin í Saumaheiminn minn

Ég trúi því að þegar við sinnum fötunum okkar, saumum, bætum og breytum, verðum við meðvitaðri um tímann og vinnuna sem fer í að setja saman flík – og minnkum í framhaldinu kaup á ódýrum klæðum úr lélegum efnum. Þannig hjálpum við Móður Jörð að heila sig af mengunnaráhrifum textíl- og fataframleiðslu.

Spurt og svarað

Hér er samantekt af vangaveltum sem hafa vaknað

Af hverju að sauma?

Saumaskapur er sérstaklega góð hugarró því hann kallar á einbeitingu. Ofgnótt af fatnaði og textíl á Jörðinni kallar á að við tökum meðvituð skref til að minnka kaup á nýjum fatnaði. Saumaskapur hjálpar þér að viðhalda og breyta fötunum sem þú átt nú þegar, auk þess að gefa þér kost á að skapa þinn eiginn, einstaka fatastíl.

Hvað þarf ég að kunna?

Þú þarft ekki að kunna neitt til að byrja hjá Saumaheimi Siggu. Öll námskeið bjóða upp á stuðning við tæknileg atriði saumaskapar þannig að þú þarft bara að mæta með opinn huga og gott skap.

Verð ég að eiga nýja saumavél?

Það er ekki krafa að eiga saumavél og það er margt hægt að gera með handsaumi. Saumaheimur Siggu mælir samt með því að hafa aðgang að vél, ýmis bókasöfn bjóða uppá að nota vélar sem eru þar og svo er Góði Hirðirinn með ódýrar, notaðar saumavélar.

Hvað kostar að vinna með Siggu?

Kostnaður er mismunandi, allt eftir því hvernig þig langar að læra. Saumaheimur Siggu býður upp á margskonar leiðir, allt frá algeru sjálfsnámi upp í náið og þétt samstarf.

Copyrights 2025 | Saumaheimur Siggu™ Litlavör 23, 200 Kópavogur | Friðhelgisstefna